143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[01:00]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Er það háð að benda á þá staðreynd að borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé ráðinn (Gripið fram í.) til starfa á sjónvarpinu í rándýran þátt (Gripið fram í.) á sama tíma og verið er að segja öðrum starfsmönnum upp? Það er Sjálfstæðisflokkurinn og reyndar Framsóknarflokkurinn sem hefur öll ráð í hendi sér gagnvart þessari stofnun.

Fulltrúar stjórnarmeirihlutans hafa á undanförnum vikum haft í hótunum við Ríkisútvarpið og talað um að það þurfi að kenna því ákveðna lexíu. Síðan gerist það í fjárlögum, sem við erum að ræða núna, (Forseti hringir.) að látið er til skarar skríða. (Forseti hringir.) Og er það eitthvert háð (Forseti hringir.) að tala um þetta samhengi hlutanna?

Ég endurtek það (Forseti hringir.) sem ég sagði að mér fannst þingmaðurinn maður að meiri þrátt fyrir skammirnar í minn garð (Forseti hringir.) að rísa hér upp og (Forseti hringir.) lýsa andúð sinni á þessum vinnubrögðum.