143. löggjafarþing — 35. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[02:21]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. efnahags- og viðskiptanefnd hefur haft mjög góðan og rúman tíma, og tekur það sérstaklega fram í nefndaráliti, til að vinna þetta mál og hún vann það mjög ítarlega og ötullega. Því sakna ég þess að þessi ábending hafi ekki komið fyrr. Þá hefði ég getað notað góðar ábendingar frá hv. velferðarnefnd eða frá hv. menntamálanefnd til þess að vinna málið frekar áður en það fór til 2. umr. Núna gefst miklu skemmri tími til að vinna það. Ég mun bera þessi skilaboð til nefndarinnar í fyrramálið, hvort menn sjái flöt á því að vísa málinu til þeirrar nefndar sem ákveðið mál í því heyrir undir. Ég get engu lofað um það, nefndin tekur ákvörðun um það, en ég mun bera henni boðin héðan úr umræðunni.