143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

málefni Dróma.

[10:51]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Nú hef ég lagt fram fyrirspurn um Dróma með beiðni um skriflegt svar frá fjármála- og efnahagsráðherra. Þetta er hægt að finna í þingskjölunum. Þetta er í 19 liðum og ráðherra hefur 15 virka daga til að svara. Það væri frábært ef hægt væri að fá þau svör sem fyrst, það þarf ekkert endilega að nýta allan þennan frest.

Til þess að þeir sem eru með skuldirnar sínar hjá Dróma fái einhverja jólagjöf frá okkur þingmönnum fyrir jólin kalla ég eftir því að ef ekki verður af þessum samningum við Dróma, um að færa lánasöfnin inn í eignarhaldsfélag Seðlabanka og inn í Arion banka fyrir jól, þá taki nýir þingmenn sig saman og kalli eftir skýrslu um Dróma til að setja svolítinn þrýsting á þetta. (Forseti hringir.) Ég vona líka að hæstv. ráðherra Bjarni Benediktsson (Forseti hringir.) komi þessu fólki sem er úti í kuldanum (Forseti hringir.) inn í hlýjuna (Forseti hringir.) fyrir jól.