143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[11:22]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að leggja til hækkun á krónutölusköttum. Þetta er fyrsti af slíkum upp á 3%, í samræmi við forsendur fjárlaga. Það var mikil umræða hérna um hvort þetta ætti að vera verðbólguhvetjandi og annað slíkt. Nú er það svo að þessi hækkun nemur samtals um 1,6 milljörðum af tekjum ríkissjóðs sem eru um 700–800 milljarðar. Ég get því ekki ímyndað mér að þetta hafi nein áhrif á verðlagsforsendur eða verðlag í landinu, alla vega mjög lítil, vegna þess að flestir aðrir skattar ríkisins eru verðtryggðir, eins og virðisaukaskatturinn sem er lagður á vöruverð sem er verðtryggt. Skattur á tekjur, bæði tryggingagjald og tekjuskattur, er líka verðtryggður að því gefnu að lögin haldi í við verðlag sem hlýtur að vera markmiðið.

Það sem við þurfum að gera til að ráðast á verðbólgu er að koma afgangi á ríkissjóð.