143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014.

3. mál
[12:01]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Við í Samfylkingunni leggjumst algjörlega gegn þessu, fyrir nú utan það að með engu móti er hægt að gera sér grein fyrir hversu hátt það komugjald ætti þá að verða. Hér er ætlunin að innheimta 220 milljónir á LSH af þeim sem leggjast inn á sjúkrahús. Ég lít beinlínis á þetta sem ögrun af hálfu ríkisstjórnarinnar við minni hlutann og að þetta sé ekki í anda þeirrar stefnuyfirlýsingar að auka eigi á samráð og pólitíska samvinnu.

Þetta er ögrun og það verður ekki setið undir vinnubrögðum sem þessum.