143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:28]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það sem þurfti að gera á sumarþinginu varðandi veiðileyfagjaldið var að afla nefndinni heimildar til að reikna út gjaldið. Það var hins vegar ekki gert. (Gripið fram í.) Hér er efast um þann afslátt sem við höfum talað um, 6,4 milljarða á árinu 2014. Það er útreikningur fjármálaráðuneytisins sem fylgdi nefndaráliti. Þá er búið að taka tillit til tekjuskatts og alls sem í kringum er því að þetta var svar fjármálaráðuneytisins og er til á þingskjölum.

Auðvitað eigum við að fylgja samþykktri þingsályktun um þróunaraðstoð. Hv. þingmaður talar mikið um sjálfstæði þingsins. Það er búið að fela framkvæmdarvaldinu að fylgja þessari þingsályktun eftir; þess vegna finnst mér að framkvæmdarvaldið eigi að gera það.

Varðandi bankaskattinn þá var ekki hægt að leggja hann á út af því að það var ekki búið að skilgreina skattstofninn (VigH: Ekki segja þetta.) fyrr en núna. Núna er það hins vegar (Forseti hringir.) mögulegt en ég geri ráð fyrir að við förum nánar ofan í þá hluti milli 2. og 3. umr. (Forseti hringir.) þegar við tölum um hækkun á skattinum frá ríkisstjórninni. (Gripið fram í.)