143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:35]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ekki rétt að ekkert hafi verið gert varðandi Íbúðalánasjóð á síðasta kjörtímabili (Gripið fram í.) og það er barnaskapur að halda það að Íbúðalánasjóður hafi ekki orðið fyrir tjóni í því bankahruni og efnahagshruni sem hér varð, það er barnaskapur að halda það. Auðvitað kostaði Íbúðalánasjóður okkur mikið í þeim hremmingum sem yfir okkur dundu. En það þarf auðvitað í framhaldinu að skipuleggja starfsemi sjóðsins til framtíðar og þar verður einnig að huga að félagslegu hlutverki sjóðsins.

Það er sérstakur þjónustusamningur undir Farice en lögbundnar markaðar tekjur vegna 4G-útboðanna áttu að fara í verkefni í dreifðum byggðum landsins. (Gripið fram í.) RÚV-tekjurnar sem voru ekki markaðar fyrr en með heildarlögum um RÚV vorið 2013. Það var þá sem ákveðið var að þær yrðu markaðar og mundu renna óskertar í ríkissjóð.