143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:43]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður hefur áður úr þessum ræðustóli talað fyrir hag útgerðarinnar og það er ágætt. Hann þekkir vel til þeirrar starfsemi. En hins vegar er staðreyndin þessi: Auðlindin er þjóðarinnar (VigH: Enginn efast um það.) og sanngjarnt verð fyrir sérleyfi þarf að renna til þjóðarinnar. Það er mjög skynsamlegt að taka beinar tekjur af auðlindum þjóðarinnar og ef við erum aflögufær að greiða þá frekar niður tryggingagjaldið sem mundi nýtast öllum fyrirtækjum í landinu.(Gripið fram í.)

En varðandi spurningu hv. þingmanns þá gerðum við ráð fyrir tillögunni alveg nákvæmlega eins og hún var upp sett hjá minni hluta atvinnuveganefndar og sett fram á sumarþingi og hv. þingmaður þekkir vel því ég held meira að segja að hann hafi verið í þeirri nefnd. Það er miðað við fiskveiðiárið en inni í tölunni okkar er líka leiga á makríl.