143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:01]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Bjarkey Gunnarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Af því að hv. þingmaður minntist á Bakka þá er rétt að þar var leiðin greidd til að hægt væri að fara þar í ákveðnar framkvæmdir til að byggja upp atvinnutækifæri. Það var fallið frá stórkarlalegum lausnum og farið í meðalstórt fyrirtæki. Við skulum hafa það á hreinu. Það er töluverður munur þar á.

Samkvæmt því sem ég hef fengið upplýsingar um er EBITDA í kringum 87 milljarðar. Ég veit ekki hvað hv. þingmanni þykir um það, en það er ekkert í kortunum í augnablikinu — og nota bene, þá er sérstaka veiðigjaldið lagt á eftir á, ekki satt. (ÞorS: En tekjur 2014 og 2015?) Tekjur sjávarútvegsins hafa verið góðar og meðan svo er eiga þau sjávarútvegsfyrirtæki að borga. Eins og allt annað, (Forseti hringir.) eins og ég sagði áðan, í tekjum og gjöldum ríkissjóðs (Forseti hringir.) er hægt að endurskoða það á hverjum tíma. Það er ekkert óhreyfanlegt og þetta eigum við að endurskoða.