143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[20:21]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir sérlega fróðlega ræðu. Hann fór hér almennt yfir og ég er innilega sammála honum um að horfa á fjármál ríkissjóðs og þá fjármálastefnu sem hefur áhrif á allt okkar hagkerfi. Það er mjög hollt að fara yfir það og halda því til haga. Ég trúi því að við getum gert betur þegar við skoðum fjármálastefnuna í heild, hafa megindrættina skýra, efla skilninginn og gera greinarmun á peningastefnu og fjármálastefnu.

Hv. þingmanni varð tíðrætt um blandaða leið og talaði um hófstillt fjárlagafrumvarp. (Forseti hringir.) Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hann kallar þetta hina blönduðu leið sem boðuð er hér.