143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[20:36]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir vangaveltur hans um þetta frumvarp. Það kemur mér ekki á óvart að hv. þingmaður minnist aðeins á veiðigjöldin. Ég vil aðeins útskýra fyrir honum að við hefðum alveg getað breytt lögunum, við gerðum okkur alveg grein fyrir því, til að geta haldið áfram að reikna eftir þessari rentuformúlu. En vegna þess að sú formúla mismunaði þá breyttum við henni, hún hlífði stórútgerðinni, uppsjávarútgerðinni, á kostnað smærri útgerðanna. Við leiðréttum þennan rentugrunn og hækkuðum sérstöku veiðileyfagjöldin um 40% á stærstu útgerðina, uppsjávarskipin, og lækkuðum á meðalstóru og litlu (Forseti hringir.) fyrirtækin. Gjöldin á bolfiskinn lækkuðu um 23% þannig að við vorum að færa byrðarnar af minni útgerðum (Forseti hringir.) yfir á þær stærri. Er það ekki akkúrat í anda ykkar málstaðar?