143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[20:37]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég er búinn að eiga svo ánægjuleg orðaskipti hér við framsóknarmenn að mér bara bregður við þegar það kemur einn svona grimmur og vill yfirheyra mig um veiðigjöldin. Ég velti fyrir mér hvort þessi hækkun á uppsjávarveiðigjöldin hefði ekki getað gengið yfir botnfiskinn með sama hætti. Var það ekki pólitísk ákvörðun í raun og veru að láta hana ekki gera það? Það var pólitísk ákvörðun að hækka á uppsjávarfiskinn og lækka á botnfisksveiðarnar. Gott og vel, ég er ekki að mótmæla því að einhver tilflutningur þarna á milli gæti hafa verið skynsamlegur en átti það endilega að leiða til þess tekjutaps í heildina litið sem við sitjum uppi með? Það tel ég ekki endilega hafa verið rétta pólitík.