143. löggjafarþing — 36. fundur,  13. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[21:41]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hann þorir ekki að nefna tölu en ég spyr hann aftur. Hann er ekki feiminn að nefna tölur ef þær eru nógu stórar. 4,7 eða 5,7 eða hvað þeir vilja auka álögurnar mikið, það er voðalega auðvelt, en við hækkuðum veiðileyfagjöldin um 40% á uppsjávargeirann og ég spyr: Fannst honum það ekki nóg? Vildi hann hækka þau meira?

Það vill þannig til að veiðin hjá þessum skipum jókst um 50%, það var 50% meiri veiði. Býst hann við sömu veiðiaukningu í dag?