143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[10:29]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. 10. þm. Norðausturkjördæmis fyrir greinargóðar spurningar. Á síðasta kjörtímabili var ráðuneytum fækkað. Það var auðvitað liður í því að spara í ríkisútgjöldum. Ég býst hins vegar við því að þeir sem þá sátu við stjórnvölinn hafi alveg fundið fyrir þeim þunga verkefna sem á þeim hvíldi. Það er líka þannig að þegar verkefni eru of mikil og mörg getur það valdið því að menn ná ekki að sinna öllum þeim þáttum sem þeir þurfa og vilja sinna.

Varðandi aðstoðarmenn geri ég ráð fyrir því að hægt sé að gera athugasemdir við það eins og menn vilja. Hins vegar er mjög mikilvægt að hafa góða aðstoðarmenn sem (Forseti hringir.) geta létt undir og leiðbeint (Forseti hringir.) við þau verkefni sem fyrir eru.