143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[12:17]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Maður þarf ekki annað en horfa á Grikkland til að vita að harkalegur niðurskurður heldur bara áfram og það sem gerist er að það verður upplausn í samfélaginu. Það getur gerst mjög hratt og við verðum að fara mjög varlega.

Mér finnst skringilegt að sjá að verið sé að fara í þennan harkalega niðurskurð núna því að það er eins og verið sé að viðhalda kreppunni. Það verður að gefa fólki andrými til að ná einhverri fótfestu. Loksins þegar við vorum byrjuð að spyrna við kemur allt í einu ljós falskur botn undir og allir hrynja ofan í hann.

Ég hef áhyggjur af því vonleysi og þeirri örvæntingu sem ég finn fyrir í samfélaginu. Kannski er ég bara innan um fólk sem er örvæntingarfullt, en það eru mjög margir sem skrifa mér sem lýsa yfir miklum áhyggjum og vonleysi.