143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[12:30]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það gleður mig að heyra að það eigi að vinna með þetta í velferðarnefnd, enda er hv. formaður nefndarinnar mikil velferðarmanneskja í verki. Ég er líka ánægð að heyra af öllum tilraunum til að virkja fólk til að vera með og taka ábyrgð. Lýðræði er vinna og um leið og við afsölum okkur völdunum til að taka þátt verður útkoman aldrei sú sem okkur dreymir um af því að okkar rödd er ekki með.

Mér finnst frábært að það séu til fleiri flokkar eins og Björt framtíð sem byggir að einhverju leyti á grunni Besta flokksins sem reið á vaðið með borgina. Það er óskandi að í sveitarstjórnarkosningunum verði miklu fleiri sveitarfélög sem taka þátt í svona og fleiri flokkar, það væri alveg meiri háttar mikilvægt.