143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[13:57]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er gott að heyra að hún er sátt við störfin í velferðarnefnd.

Ég skil það vel, það er voða ljúft að slá um sig erlendis og veita vel, sælla er að gefa en þiggja. En er við hæfi að við förum eina utanferð og lofum og gefum og styðjum en komum í næstu ferð eða jafnvel ferðinni þar á eftir og þiggjum aðstoð frá öðrum? Við þurfum að hafa efni á hlutunum. Er ekki rétt að reyna að minnka vaxtakostnað hér og gefa þá í samræmi við það sem við þolum?

Varðandi tekjuöflunina er voðalega einfalt að nefna hér einhverja milljarða, hina og þessa, 3,5 milljarða í leigu á makríl. Við hækkuðum veiðigjöld á makrílskipin (Forseti hringir.) um 40%. Ætlar hv. þingmaður að leggja það til að 3,5 (Forseti hringir.) milljarðar í viðbót komi ofan á hitt gjaldið?