143. löggjafarþing — 37. fundur,  14. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:49]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég man ekki eftir að hafa séð svona skýr merki. Það sem við sjáum er yfirveguð aðgerð, það er verið að grafa undan tekjujöfnunarhlutverki hins almenna skattkerfis. Þess vegna leggjum við til hækkun neðra þrepsins (VigH: Það … gert.) þannig að millitekjuþrepið verði hærra og að 5 milljarðarnir sem ríkisstjórnin vill jafnvel láta hátekjufólkið fá nýtist þeim sem eru með tekjur á bilinu 250–600 þús. kr. Það er til að verja fjölþrepaskattkerfið, það er til að tryggja að áfram verði fjölþrepaskattkerfi í þessu landi. Ríkisstjórnin er að setja meiri og meiri útgjöld í innritunargjöld, í nefskatta, í alls konar gjöld þar sem fólk nýtur ekki persónufrádráttar og þar sem fólk borgar óháð tekjum þannig að fátækt fólk borgi jafn mikið og Sigmundur Davíð.

Ég vil ekki þannig skattkerfi. (VigH: Ertu að …?)