143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:20]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (andsvar):

Nei, alveg örugglega vill hún það ekki og það er ömurlegt að vera í þeirri stöðu að ræða þetta með þeim hætti. Ef við ætlum að ná einhvern tíma sátt um nýtingu auðlinda hér á landi verðum við að fara að ná sátt um það hversu mikið af umframarði vegna auðlindanýtingar og einkaleyfis til nýtingarinnar skili sér til samfélagsins, þ.e. með hvaða hætti skiptum við, eigendur auðlindarinnar, arðinum með þeim sem eru að nýta hana? Það er sjálfsagt að þeir sem nýta hana fái sinn góða skerf af því, en það er bara verið að biðja um hóflegan skerf hér.

Ég held að þarna sé verið að gera útgerðinni mikinn óleik með því að draga þetta svona til baka eins og gert var. Ég kalla eftir því að sátt náist og ég vona að svo verði til lengri tíma. En ég næ því miður ekki að svara öllu hinu, geri það vonandi síðar.