143. löggjafarþing — 38. fundur,  16. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[18:13]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (andsvar):

Mig langaði líka að koma að, ég gleymdi því áðan og kom því heldur ekki að, komugjöldunum eins og þau heita víst núna, ekki legugjöld lengur. Það er erfitt að taka afstöðu til einhvers í fjárlagafrumvarpi sem maður veit ekki hvað er og mér heyrist enginn vita hvernig þessi komugjöld eiga að vera. Við í velferðarnefnd vorum þó svo lánsöm í morgun að fá einhverjar útskýringar frá Landspítalanum um hvernig þau héldu að þetta mundi líta út. Þá fengum við þær upplýsingar að miðað við um 30 þúsund komur á ári, þær voru það á síðasta ári, væri líklegt að um 1/3 mundi borga þetta komugjald, 2/3 eru börn og öryrkjar. Þau höfðu auðvitað bara áhyggjur af því að geta ekki innheimt þetta. En komugjaldið yrði eitthvað um 18 þús. kr., (Forseti hringir.) eftir því sem ég kemst næst.