143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:44]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef velt því fyrir mér upp á síðkastið hvað mér þyki verst við þessi fjárlög. Það er erfitt að velja þar á milli, hvað er verst. Ég held samt sem áður að það sem er verst og verður líklega verst, frá mínum bæjardyrum séð, sé niðurskurðurinn á fjárfestingaráætlun. Mig langar til að spyrja hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur um hvað henni finnst verst, en ég held að niðurskurðurinn á fjárfestingaráætluninni eigi eftir að reynast okkur verstur. Til langs tíma verður það það versta sem þessi ríkisstjórn er að gera. Enda er í fjárlagafrumvarpinu, þegar rætt er um Ríkisútvarpið, talað um ráðstafanir til að taka það til baka. Ríkisstjórnin hefur lagst í sérstakar ráðstafanir til að taka til baka það sem fyrrverandi ríkisstjórn (Forseti hringir.) lagði upp til að byggja hér upp nýtt þjóðfélag.