143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[14:45]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er því miður af mörgu að taka þegar þessi spurning er borin upp, hvað sé verst. Ég tek undir með hv. þingmanni að það sem er verst er að fótum troða þessa sprota. Ég held að það sé einfaldlega svo óskynsamlegt að hlúa ekki að rannsóknum og þróun og sprotastarfsemi inn í framtíðina og gera það með öflugum hætti og með sterkri rödd stjórnvalda sem fylgja á eftir. Það er mikilvægt og ég held að við ættum að reyna ná utan um það þverpólitískt að gera það.

Niðurskurðurinn í þróunarsamvinnunni finnst mér ferlegur vegna þess að mér finnst hann til svo mikillar skammar, ég fyrirverð mig fyrir það. Og svo finnst mér líka bölvað á tekjuhliðinni að taka ekki peninga þar sem er til nóg af þeim.