143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:30]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að vísu að núverandi ríkisstjórn hafi haft plan, ég held að hún hafi einmitt stefnt að því að auka hagvöxt með ákveðnum framkvæmdum í atvinnulífi þjóðarinnar um svona 1,5% sem mér reiknast til þess að mundi hugsanlega vega upp á móti þessu. Núverandi ríkisstjórn ætlaði sér að koma Helguvík á laggirnar. Hún hélt að það væri hægt bara með því að smella fingrum. Hún barði hér á ýmsum ráðherrum síðustu ríkisstjórnar fyrir aumingjaskap þeirra.

Hvað er að gerast núna? Á sex mánuðum er þessi ríkisstjórn búin að klúðra Helguvík. En á sama tíma hefur hún líka skorið burt þá stefnu sem fyrri ríkisstjórn hafði sett upp til þess að koma á legg mjólkurkúm framtíðarinnar í ýmsum skapandi greinum, við höfum hlustað á ræður um það í dag. Hvernig finnst hv. þingmanni þetta ríma við þá framtíð sem við öll í þessum sal viljum byggja?