143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:33]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv. þingmann vegna fjarskiptasjóðs, en í þeim samningi sem gerður var um Farice fara peningar í gegnum fjarskiptasjóð og síðan út úr sjóðnum til Farice.

Nú liggja hér þessar 195 milljónir sem verið er að tala um og ef þær ættu að fara inn í fjarskiptasjóð gæti þær runnið beint til Farice. (Gripið fram í.) Við erum hins vegar sammála því að leita leiða til þess að þessir fjármunir fari í alþjónustu úti á landsbyggðinni til þess að auka háhraðanet fyrir fólk á landsbyggðinni. Getur hv. þingmaður verið mér sammála um að þessar 195 milljónir gætu frekar farið í Jöfnunarsjóð alþjónustu og þannig nýst í stað þess að setja þær inn í fjarskiptasjóð, sem þýðir að þær fari í Farice, eins og ég skil það?