143. löggjafarþing — 39. fundur,  17. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[21:29]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Brynhildur Pétursdóttir) (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að þakka hv. þingmanni fyrir ræðu sína og spyrja hann aðeins út í málaflokk sem mig grunar að sé honum hugleikinn, en það er niðurskurður til Vinnumálastofnunar, sem er töluvert mikill og ég hef áhyggjur af. Ég vil spyrja hvort hann telji að Vinnumálastofnun geti sinnt þeim fjölmörgu sem eru atvinnulausir og þurfa á aðstoð að halda og utanumhaldi til að komast aftur út í atvinnulífið. Sífellt fleiri eru búnir að vera lengi á atvinnuleysisskrá. Ég mundi vilja vita hvað hv. þingmanni finnst um þennan mikla niðurskurð til Vinnumálastofnunar, sem er rökstuddur þannig að atvinnulausum fækki en niðurskurðurinn er miklu meiri en nemur fækkun atvinnulausra.