143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi.

209. mál
[15:13]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég hefði kosið að frestun þessa frumvarps hefði að öllu leyti verið ákveðin hér, ekki bara refsiákvæðið, vegna þess að ég tel að ýmsir annmarkar hafi komið í ljós og hefði mátt ræða þá betur en gert var. Ég mun því sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.