143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:22]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé óhætt að óska hæstv. fjármálaráðherra til hamingju með þessi fjárlög en þau eru í fyrsta skipti í sex ár hallalaus. Hér hefur verið hagrætt í þágu heilbrigðisþjónustu, í þágu eldri borgara og öryrkja og það er byrjað að lækka skatta á launafólk. Það er mikill viðsnúningur.

Við höfum líka séð það sem oft hefur verið talað um en núna framkvæmt að þingið er ekki lengur afgreiðslustofnun heldur hefur þingið sett mark sitt á þessi fjárlög.

Ég tel þetta vera góðan dag í sögu þingsins að við séum að leggja fram þessi fjárlög.