143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[15:33]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Tillögur bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar eru að mörgu leyti fallegur óskalisti sem Píratar geta stutt. En hjá báðum flokkunum er tekjuhliðin þannig að það þarf greinilega að vinna betur með hana og þetta er ekki eitthvað sem er gefið, sér í lagi þegar kemur að bankaskattinum. Mér finnst svolítið skringilegt að fólk gagnrýni þennan bankaskatt fyrir þær hættur sem kunna að stafa af honum en um leið vill sama fólkið hækka þennan skatt. Það vantar greinilega miklu meiri umræður um tekjuhliðina og vonandi berum við öll gæfu til að vinna betur í því með betri fyrirvara fyrir næstu fjárlög.