143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:08]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég geri grein fyrir atkvæði mínu hér um þessa þrjá liði sem við greiðum atkvæði saman um og lúta að uppbyggingu á innviðum friðlýstra svæða og styrkingu Vatnajökulsþjóðgarðs og fylgja eftir áætlun um vernd og nýtingu svæða. Þetta eru allt gríðarlega brýn mál eins og við þekkjum hreinlega af umfjöllun um svæði sem eru komin á válista vegna ágangs ferðamanna og þarf að styrkja innviði þeirra þess vegna.

Hér er um gríðarlega gott mál að ræða og ég segi já við því.