143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:11]
Horfa

Guðbjartur Hannesson (Sf):

Hæstv. forseti. Hér er einn af þeim tekjuliðum sem við sjáum í fjárlagafrumvarpinu sem snúa að því að sækja skatta í gegnum notendagjöld fyrir útvarpsgjaldið sem ákveðið er að hækka til skamms tíma en er ekki látið renna til Ríkisútvarpsins. Við höfum alfarið lagst gegn slíkum aðferðum við skattlagningu, sérstaklega nú þegar við erum komin út úr mesta vandanum. Ég vildi bara vekja athygli á þessu, að þetta skattform kemur verst niður á þeim sem lægstar hafa tekjur því að ekki er tekið tillit til þess hverjar tekjurnar eru þegar gjaldið er ákveðið.