143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:16]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessari tillögugrein er gert ráð fyrir að fjármunir verði veittir til að mæta lánsveðshópnum. Við í Samfylkingunni eigum flutningsmann, hv. þm. Katrínu Júlíusdóttur, á máli sem liggur fyrir þinginu um það efni. Við teljum mjög mikilvægt að við þessum vanda verði brugðist og við teljum að í þeim aðgerðum sem fyrir höndum eru í skuldaúrvinnslu sé og eigi að vera svigrúm til þess að hjálpa sérstaklega þeim hópi sem enn er óbættur hjá garði og glímir við lánsveð. Á vorþingi mun koma fram frumvarp um skuldaúrvinnsluna og við munum leggja áherslu á að í því frumvarpi verði tekið á málum lánsveðshópsins með fullnægjandi hætti.