143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:22]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér greiðum við atkvæði um mjög góðan óskalista sem ég vildi óska að við gætum látið verða að veruleika og get stutt í raun og veru allt það sem er lagt hér til og það sama má segja um tillögur Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.

Það sem ég vil kannski benda ríkisstjórnarflokkunum á, því það hefur komið fram í máli þeirra að það sé óábyrgt að koma ekki með vel skilgreinda tekjuöflun til að geta gert þetta, að nánast allt í þessum stofnum þarna eru flokkar sem munu skila peningum aftur inn í samfélagið. Það er ekki einungis innan íslensku kökunnar heldur peningar sem jafnvel koma utan frá. Ég óska því eftir aðeins meiri sköpunarkrafti í næstu fjárlögum þar sem við hugsum út fyrir rammann.