143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:24]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Herra forseti. Þegar íslenska kvikmyndavorið hófst fyrir þremur áratugum þótti kvikmyndagerð á Íslandi vera sérviskulegt listadútl en síðan hefur orðið úr þessu öflugur iðnaður sem veitir mörgum atvinnu og er sennilega einhver mesta og besta landkynning sem við eigum. Kvikmyndaiðnaðurinn er sérstakur í hópi skapandi greina að því leytinu til að styrkir úr Kvikmyndasjóði eru gjarnan fyrsta skrefið að því að fjármagna verkefni. Fjármögnun frá útlöndum og annars staðar að byggir á þessari fjármögnun Kvikmyndasjóðs. Því leggjum við til að það sé blásið sterklega þannig að íslenski kvikmyndabransinn flytjist ekki úr landi.