143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:27]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Hér greiðum við atkvæði um aukin framlög til ríkisstjórnarinnar en það er nokkuð sem við Vinstri græn eigum erfitt með að samþykkja.

Á síðasta kjörtímabili var gert ráð fyrir því að fjölga mætti aðstoðarmönnum. Það var gert af því að ráðuneytin voru stækkuð og sameinuð en ekki til að fjölga ráðherrum upp á nýtt og fjölga aðstoðarmönnum eins og kostur væri. Það er ekki forgangsröðun sem við teljum ásættanlega.