143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:44]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hér höldum við áfram að skera niður til fátæka fólksins í heiminum. Fyrst var frumvarpið lagt fram án þess að þar væri ein hækkun sem við höfðum öll samþykkt, að undanteknum einum virðulegum hv. þingmanni, og nú sér hv. nefnd ljós í því að lækka þetta enn frekar. Ég tel ekki ástæðu til að telja það sérstaklega upp, þetta er allt jafnslæmt og okkur til skammar.