143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[16:44]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Hér birtist stefna hæstv. ríkisstjórnar í þessum efnum svört á hvítu. Ég vil segja að ég gæti ekki verið meira ósammála því að skera niður á því sviði og í þeim málum. Það er grátlegt þegar horft er til þeirrar stöðu sem blasir við til dæmis börnum í Sýrlandi og þeirra verkefna sem blasa við UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Þetta er því miður að verða staðreynd hér og væri óskandi að þingmenn hefðu breytt þessu eins og einhverjum öðrum atriðum, en það er mjög mikilvægt að það komi fram fyrir hönd míns flokks, Bjartrar framtíðar, að þetta hefðum við aldrei gert.