143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:00]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vek athygli hv. þingmanna á því að hér er verið að greiða atkvæði um óvenjuharkalegan niðurskurð gagnvart tiltekinni stofnun, Jafnréttisstofu. Þetta er tiltölulega lítil stofnun sem hefur mjög mikilvægu lögboðnu hlutverki að gegna sem er skorið niður um 10%, sem er langt umfram það sem ýmsar aðrar stofnanir eru skornar niður um. Ég fæ ekki annað séð en að niðurskurður af þessu tagi, sem er sambærilegur niðurskurði á fjölmiðlanefnd sem greidd voru atkvæði um áðan, sýni ákveðin pólitísk skilaboð um forgangsröðun ríkisstjórnarinnar þar sem greinilega er talið eðlilegt að setja jafnréttismálin niður. Mér þykir það mjög miður.