143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:05]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er verið að setja umtalsverðar fjárhæðir til m.a. Sjúkrahússins á Akureyri. Ég fagna því sérstaklega að settir séu fjármunir í tæki og búnað. Enn fremur fagna ég þeirri breiðu samstöðu sem virðist vera um þessa aukningu hér á þingi en furða mig á þingflokki Samfylkingarinnar sem virðist vera klofinn í afstöðu sinni eftir því sem ég best fæ séð af þessari atkvæðagreiðslu. Það er miður að það skuli ekki vera mikil, breið og eindregin samstaða um að hækka fjármuni í þennan málaflokk.