143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:06]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég velti því fyrir mér hvort hv. þingmenn Samfylkingarinnar haldi að einhver trúi málflutningi þeirra. Hér erum við búin að vera í allt haust að bæta í heilbrigðisþjónustuna. Af hverju? Vegna þess að áður voru tveir flokkar í ríkisstjórn sem hafa komið hingað upp og viðurkennt sín mistök. Þeir koma hingað og segja: Heyrðu, (Gripið fram í.) við ætlum að gera miklu meira. (Gripið fram í.) — Þið voruð í ríkisstjórn. Tölurnar liggja fyrir. Áherslurnar liggja fyrir. Hlífið okkur við þessum sérkennilegu ræðum hér. Ef þið hafið í alvöru áhuga á því að setja heilbrigðismálin í forgang þá sýnduð þið það ekki á sl. fjórum árum.