143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:08]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er með mikilli ánægju sem ég greiði atkvæði með þessari tillögu. Með tillögunni er verið að sýna að hér hefur skapast þjóðarsátt um Landspítalann og þjóðarsátt um heilbrigðiskerfið. Þessari ríkisstjórn hefur tekist að forgangsraða í þágu heilbrigðis. Það er ekki síst mikilvægt vegna þess að við búum á eyju.

Í tillögunni er lagt til að Landspítalinn sjálfur fái um 1.700 milljónir, 300 milljónir fari í viðhald og svo um 1.000 milljónir í tækjakaup. Ný sókn er hafin í heilbrigðismálum Íslendinga eftir niðurrif þessara þátta á síðustu fjórum árum. Til hamingju með það.