143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:10]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Á síðasta kjörtímabili varaði ég oft við þeim mikla niðurskurði sem átti sér stað innan heilbrigðiskerfisins. Ég fagna því að það sé svona mikil innspýting í heilbrigðismálin en á sama tíma vona ég að það samkomulag sem var gert hér í gær við formenn stjórnarflokkanna hafi ekki falið í sér, enda var það alls ekki skilningur okkar sem vorum að semja við ríkisstjórnina, að það ætti að skera af einhverjum fjárheimildum til Landspítalans. Það væri mjög gagnlegt að fá úr því skorið. En Píratar munu styðja við allar tillögur um innspýtingu í heilbrigðiskerfið, enda gríðarlega mikilvægt því að það er gersamlega holt að innan.