143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:13]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Í fjárlögunum 2013 bættum við fjármunum í heilbrigðiskerfið. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2014 var hafinn niðurskurður að nýju. Þess vegna fagnar Samfylkingin breytingartillögum sem nú eru lagðar fram um aukin framlög til Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana. En við teljum að meira þurfi til.

Við lýsum yfir áhyggjum af því að áform um byggingu nýs landspítala séu í uppnámi hjá nýrri ríkisstjórn. Landspítalinn er á 16 stöðum í um 100 húsum sem flest eru byggð fyrir árið 1970. Samfylkingin hvetur ríkisstjórnina til að sýna raunverulegan metnað í heilbrigðismálum og hefja byggingu húsnæðis fyrir höfuðsjúkrahús landsins, húsnæðis sem hæfir nútímasjúkrahúsþjónustu.