143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:24]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa ánægju minni með ákvörðun hæstv. heilbrigðisráðherra um að fresta sameiningu heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni um ákveðinn tíma. Ég tel mjög mikilvægt að fara þá leið sem hæstv. ráðherra mun fara, að hafa samráð við sveitarstjórnir og íbúa í sveitarfélögunum úti á landi í þessum málum. Ég segi því já við þessum lið frumvarpsins þar sem ég hef trú á því að fjármagn komi þá inn til einstakra heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni við 3. umr. fjárlaga.