143. löggjafarþing — 40. fundur,  18. des. 2013.

fjárlög 2014.

1. mál
[17:43]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil lýsa yfir sérstakri ánægju með tvo liði í 6. gr. Í fyrsta lagi er það greinin sem hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Að selja óhentugar eða óhagkvæmar húseignir utanríkisþjónustunnar erlendis og verja hluta söluverðs til að kaupa eða leigja hentugra húsnæði.“

Þetta er hagræðingarhugmynd frá hæstv. utanríkisráðherra og ber að fagna frumkvæði ráðherra í því að finna hagkvæmari leiðir fyrir þá þjónustu sem við erum sammála um að veita. Einnig vil ég vekja athygli á síðustu greininni sem er, með leyfi forseta:

„Að heimila að endurgreiða virðisaukaskatt af sérhæfðum íþróttabúnaði fyrir fatlaða íþróttamenn.“

Þessi grein hefur verið til staðar, datt út úr fjárlögunum 2013, og hefur verið gerð tillaga um að það verði líka í fjárauka. Þetta er lítið mál sem skiptir samt hóp fólks mjög miklu máli.