143. löggjafarþing — 41. fundur,  18. des. 2013.

fjáraukalög 2013.

199. mál
[22:04]
Horfa

Frsm. minni hluta fjárln. (Oddný G. Harðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna orða hv. þingmanns langar mig til að spyrja hann: Hvernig er farið með markaðar tekjur stofnana og sjóða í fjáraukalagafrumvarpinu? Af hverju finnst hv. þingmanni að það eigi að gilda önnur meðferð varðandi markaðar tekjur, lögbundnar markaðar tekjur fjarskiptasjóðs en t.d. Lyfjastofnunar eða annarra millifærslna vegna markaðra tekna í fjáraukalagafrumvarpinu?