143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

framlög til framhaldsskóla í fjárlögum.

[10:45]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Illugi Gunnarsson) (S):

Virðulegi forseti. Hvað varðar Menntaskólann í Reykjavík er eitt það sem snýr að rekstri skólans, annað það sem snýr að fjárfestingum og viðhaldi. Þegar kemur að fjárfestingum er það verkefni sem við vinnum með Reykjavíkurborg, Fasteignir ríkisins koma að viðhaldi, en reksturinn er þannig að fjárveitingar til Menntaskólans í Reykjavík eru ákvarðaðar með nákvæmlega sama hætti og til allra annarra skóla. Þar liggur að baki reiknilíkan sem notað er til að færa fjármuni á milli skólanna eða úthluta þeim fjármagni. Ef niðurstaðan verður sú að það sé til stofnfjárfestinga þarf að fara með það með ákveðnum hætti.

Hvað varðar þá fjármuni sem hv. þingmaður nefndi vil ég bara segja: Það verða engar breytingar á þeim framkvæmdum sem nú þegar eru hafnar. Þetta mun ekki hafa nein áhrif þar á.