143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

kjarasamningar og skattbreytingar.

[10:52]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Herra forseti. Það sem einkum skilur á milli þegar við ræðum um útfærslur á tekjuskattsbreytingum er að ég hef haft tilhneigingu til þess að horfa til þess hvernig tekjuskattskerfið var áður en því var síðast breytt í þriggja þrepa kerfi þar sem við höfðum áður u.þ.b. 23,5% flatt skattþrep og allir þeir sem greiða hærri skattprósentu en 23,5% hafa fengið á sig skattahækkun. Það eru allir sem eru með laun yfir 240.000 kr.

Ég spyr bara: Um hverja eru menn að tala þegar þeir tala um millitekjuhópana í landinu ef ekki þá sem greiða tekjuskatt í milliþrepinu, þ.e. frá 240.000 kr. (Gripið fram í.) upp í um 700.000? (Gripið fram í.) Með því að við lækkum tekjuskattsprósentuna í milliþrepinu lækkum við einmitt hjá millitekjuhópunum. (Gripið fram í.) Hvaða hópar eru það annars sem menn eiga við þegar menn tala um millitekjuhópa? (ÁPÁ: Hópurinn á bilinu 250–350 þús.)