143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:23]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill taka fram varðandi fyrirkomulag fundarins hér á eftir að fram fara atkvæðagreiðslur eins og fram kemur á dagskrá fundarins. Auk þess er gert ráð fyrir því að við lok fundarins, áður en tekið verður hlé vegna nefndarfunda, muni fara fram atkvæðagreiðslur hér á eftir.

Forseti vill enn fremur vekja athygli hv. þingmanna á því að atkvæðagreiðsluskjal vegna þeirra atkvæðagreiðslna um annars vegar fjáraukalög og hins vegar tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 liggja fyrir í hliðarsal.