143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:24]
Horfa

Guðmundur Steingrímsson (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. [Háreysti í þingsal.] Það er eitt og annað í þessu frumvarpi og breytingartillögum sem við styðjum.

(Forseti (EKG): Forseti biður um hljóð í þingsalnum.)

Það er eitt og annað í frumvarpinu sem við treystum okkur vel til að styðja. Til dæmis er verið að framlengja ýmis ívilnandi ákvæði og skattafyrirkomulag sem er hvetjandi fyrir atvinnulífið eins og átakið Allir vinna og eitt og annað á þeim nótum sem við treystum okkur vel til að styðja.

Eftir yfirferð nefndarinnar um bankaskatt, þ.e. skatt á fjármálafyrirtæki, hafa efasemdir okkar minnkað og við teljum ástæðu til að styðja þá fjáröflun. Hins vegar gagnrýnum við það að endanleg prósentutala sé ekki komin til meðferðar þingsins.

Við teljum teflt á tæpasta vað með tekjuskattslækkuninni sem hérna er boðuð miðað við það að rekstur ríkissjóðs er í járnum. Við treystum okkur því ekki til að ljá (Forseti hringir.) þeirri tillögu atkvæði okkar.