143. löggjafarþing — 42. fundur,  19. des. 2013.

tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014.

2. mál
[11:48]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég mun sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu því að ég veit hreinlega ekki hvort þessi skattur er vel á settur. Það eru búnar að koma upp alls konar athugasemdir í samfélaginu um að hann muni kannski ekki halda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þessa leið. Ég vona að þetta gangi vel. Ég vona að þessi skattur standi og verði ekki dæmdur ólöglegur. Ef hann verður dæmdur ólöglegur þýðir það að þau útgjöld sem á að fara í til að leiðrétta skuldir heimilanna lenda á skattgreiðendum. Ég vona að svo verði ekki.